UM OKKUR

Listsköpun skartgripahönnuðarins Tinu Jezorski er í blóð borin en faðir hennar, Guðbrandur J. Jezorski, stofnaði gullsmíðaverkstæði og verslun 12.12.1966. 

Tína hefur unnið við hlið föðurs síns nær alla tíð síðan 1999 og hefur hún alfarið tekið við rekstrinum í dag.

Sérstaða verslunarinnar byggir á einstakri hönnun skartgripa sem eru smíðuð á staðnum.
Hver skartgripur er einstakur.

Meðfram gullsmíðinni hefur Tína einbeitt sér að myndlist undanfarin ár. Starf hennar sem gullsmiður endurspeglast í verkunum þar sem 24K gull og silfur er notað við gerð þeirra. Skírskotun til  náttúrunnar í myndunum vísar til hennar persónulegu tengsla við móður náttúru, en sú vísun birtist í allri vinnu hennar.

Þau kraftmiklu verk sem Tína hefur skapað hefur vakið athygli og hanga á veggjum víðsvegar um heiminn.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner